Fall meirihlutans kæmi ekki á óvart

mbl.is/Valli

„Það er mikið svigrúm vegna þess hve margir eru óákveðnir og ósk mín eru sú að kjörsókn verði mikil í dag,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hlíðarskóla um ellefuleytið. 

Vigdís nefndi að í könnunum hefðu á bilinu 40 til 56% aðspurðra ekki viljað gefa upp afstöðu sína eða verið óákveðnir. „Ég held að margir hafi verið að bíða eftir þáttunum í gær og taki ákvörðun í framhaldi af því.

Sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Gallup sem var unn­in fyr­ir frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins er meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri grænna, Bjartr­ar framtíðar og Pírata í Reykja­vík fall­inn. 

„Það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að meirihlutinn sé fallinn, það er í takt við það sem ég hef fundið fyrir á ferðum mínum um borgina. Ég spái því að þetta verði raunin í kvöld.“

mbl.is