Aðeins 57% kjörsókn í Reykjanesbæ

Talsverðar breytingar eru á fylgi flokka í Reykjanesbæ frá síðustu …
Talsverðar breytingar eru á fylgi flokka í Reykjanesbæ frá síðustu kosningum. mbl.is

Aðeins 57% kjörsókn var í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ í dag. Alls greiddu 6.494 atkvæði, en á kjörskrá voru 11.400. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmlega þrettán prósentustigum frá síðustu kosningum og fór úr 36,5% niður í 22,9%. Sex flokkar eiga nú sæti í bæjarstjórn.

Meirihluta í sveitarfélaginu skipuðu Samfylkingin, Bein leið og Frjálst afl, en þeir flokkar hafa tapað meirihluta sínum. Fá þeir nú samtals fimm menn kjörna, en ellefu eru í bæjarstjórn. Miðflokkurinn fær mann inn og Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum manni.

Samkvæmt lokatölum fær Sjálfstæðisflokkurinn 22,9% og þrjá bæjarfulltrúa. Samfylkingin fær 20,5% og einnig þrjá fulltrúa. Framsókn er með 13,9% og tvo fulltrúa. Bein leið er með 13,5% og einn fulltrúa. Miðflokkurinn fær 13,0% og einn fulltrúa og Frjálst afl 8,3% og einn fulltrúa.

Reykjanesbær var lengi sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins og fékk flokkurinn í 12 ár til 2014 hreinan meirihluta. Í síðustu kosningum fór flokkurinn svo niður í 36,5% og er nú kominn niður í 22,9%.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert