Þrír flokkar fá núll stig á kvarða Samtakanna '78

Samtökin '78 sendu öllum framboðum spurningar fyrir Alþingiskosningarnar 25. september …
Samtökin '78 sendu öllum framboðum spurningar fyrir Alþingiskosningarnar 25. september og kvarða sem notaður var til að greina og meta stefnur, kosningaáherslur og ályktanir framboðanna. mbl.is/Ómar

Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá núll stig á kvarða Samtakanna '78 um málefni hinsegin fólks. Þá fær Miðflokkurinn einungis 3% einkunn.

Samtökin sendu öllum framboðum spurningar fyrir Alþingiskosningarnar 25. september og kvarða sem notaður var til að greina og meta stefnur, kosningaáherslur og ályktanir framboðanna. Þeim er svo gefin einkunn eftir þeim kvarða.

Efst á kvarðanum trónir Samfylkingin með 77% einkunn. Þar á eftir koma Píratar og Vinstri grænir.

Listann í heild sinni má sjá hér.

mbl.is