29,3% búin að kjósa í Suðvesturkjördæmi

Klukkan þrjú höfðu hlutfallslega færri kosið í kjördæminu en í …
Klukkan þrjú höfðu hlutfallslega færri kosið í kjördæminu en í síðustu alþingiskosningum. mbl.is

Klukkan þrjú nú síðdegis höfðu 21.579 manns kosið í Suðvesturkjördæmi. Kjörsóknin í kjördæminu er því 29,3%.

73.729 manns eru á kjörskrárstofni. 

Á þessum tíma í alþingiskosningunum 2017 höfðu 30% kosið eða 20.837. Kjörsókn er því hlutfallslega eilítið lægri nú en þá. 

Kjörsókn er þó betri en árið 2016 en þó höfðu klukkan þrjú 19.220 kosið eða 28,2%.

mbl.is