6,8% búin að kjósa í Suðvesturkjördæmi

Suðvesturkjördæmi.
Suðvesturkjördæmi. mbl.is

Klukkan 11 í morgun voru 5.018 manns eða 6,8% þeirra sem eru skráðir í kjörskrá í Suðvesturkjördæmi búin að kjósa samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu.

Á kjörskrárstofni í kjördæminu eru 73.729 manns. 

Fleiri kosið en oft áður

Á þessum tíma í alþingiskosningum árið 2017 höfðu 4.062 manns kosið eða 5,8% og í alþingiskosningum árið 2016 höfðu 3.074 kostið eða 4,5%.

Klukkan 11 í forsetakosningum árið 2020 höfðu 5,3% kosið en 6,8% höfðu kosið á þessum tíma í forsetakosningunum árið 2016.

Næstu kjörsóknartölur frá Suðvesturkjördæmi eru væntanlegar klukkan 13. 

mbl.is