Í þessu til að búa til betri heim

Guðmundur Ingi Guðbrandsson í góðu gamani á kosningavöku VG með …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson í góðu gamani á kosningavöku VG með te. Ljósmynd/Karítas

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að fyrstu tölurnar sem borist hafa slái sig betur og betur eftir því sem fleiri berist. Hann segir þó fyrstu tölur bara fyrstu tölur. 

Guðmundur er samkvæmt fyrstu tölum inni á Alþingi í fyrsta sinn, ásamt Unu Hildardóttur, forseta Landssambands ungmennafélaga. 

Hann segir ótrúlega gaman að „vera kominn alla leið í þessu,“ spurður hvernig væri að fara í framboð til Alþingis eftir að hafa verið utanþingsráðherra í eitt kjörtímabil, auk þess að vera varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. 

„Ég hef fundið fyrir því á ráðherraferlinum, að fá að tala við fólk um land allt og kynnast því sem það er að gera, og það er algjört forréttindastarf að fá að taka þátt í slíku. Til þess að búa til betri heim, til þess er maður í þessu,“ segir Guðmundur.

Hann segir óvenjulegt fyrir Vinstri græn að sjá betri tölur á kjördag en hafa verið í skoðanakönnunum og að hann kunni ekki aðra skýringu á því en að fulltrúar flokksins hafi staðið sig vel og leiðtogi flokksins, Katrín Jakobsdóttir, sterkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert