Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Sigmar inni

mbl.is

Lokatölur eru komnar í Suðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra þingmenn, Framsóknarflokkurinn tvo og Viðreisn tvo. Einn þingmann fá Vinstri græn, Píratar, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.

Miðað við stöðuna núna eru uppbótarþingmenn þeir Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn.

Sjálfstæðismenn halda sínum fjórum þingmönnum í kjördæminu.

Framsóknarmenn bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum, eða Ágústi Bjarna Garðarssyni. Viðreisn heldur sínum tveimur mönnum. 

Vinstri græn, Píratar og Flokkur fólksins halda sínum þingmanni en Samfylkingin tapar manni.

Fréttin hefur verið uppfærð

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert