Þingflokkar hugsa stjórnarmyndun

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á samsettri …
Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson á samsettri mynd við komuna í Ráðherrabústaðinn fyrr í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður formanna stjórnarflokkanna um endurnýjað stjórnarsamstarf féllu niður í gær, vegna erinda forsætisráðherra norður á Húsavík. Þingmenn og trúnaðarmenn stjórnarflokkanna felldu hins vegar ekki talið sín á milli um kosti í stjórnarsamstarfi á meðan.

Flestir viðurkenna að koma þurfi til móts við óskir framsóknarmanna í ljósi kosningaúrslitanna, en hitt er óljósara, nákvæmlega hvernig það eigi að gerast, með fleiri eða feitari bitum.

Fleiri kostir koma til greina

Í samtölum sem Morgunblaðið átti við stjórnarþingmenn í gær er athyglisvert að í öllum flokkum fannst fólk, sem taldi aðra stjórnarmyndunarkosti koma til greina, þótt ekki hefði verið látið á þá reyna enn. Þannig var nefnt að í þingflokki sjálfstæðismanna væru sumir langþreyttir á samstarfinu við Vinstri græn og vildu frekar ræða við Flokk fólksins. Eins má finna vinstra grænt fólk, sem kysi annað stjórnarmynstur. Fyrst verður þó látið reyna á endurnýjað samstarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert