Segir Alþingi vanrækja skyldu sína

Ólafur Þ. Harðarson.
Ólafur Þ. Harðarson. Skjáskot/Rúv

„Ekki hefur tekist að ná markmiði stjórnarskrárinnar fernar kosningar í röð,“ skrifar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hann til þess að í 31. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að úthluta eigi jöfnunarsætum til að tryggja að flokkar fái þingmannatölu „í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“.

Telur Ólafur ljóst að Alþingi hafi „vanrækt skyldu sína að laga kosningalög að breyttum veruleika“ sem hann segir einfalt að gera með því að fjölga jöfnunarþingsætum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert