Skemmri stjórnarsáttmáli líklegri en langur

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðræður stjórnarflokkanna um endurnýjað stjórnarsamstarf hafa gengið vel undanfarna daga, en þó ekki þannig að tekist hafi að útkljá öll deiluefni. Að sögn kunnugra er ekki víst að það verði reynt til þrautar, enda skemmri tími til stefnu. Kalla þarf Alþingi saman ekki síðar en 4. desember og leggja fram fjárlagafrumvarp.

Stjórnarþingmenn, sem Morgunblaðið ræddi við, eru ekki mjög áhyggjufullir og segja engar líkur á öðru en að flokkarnir nái saman. Hins vegar hafi sennilega of mikill tími farið í að ræða nokkur ágreiningsefni, sem ekki verði gert út um á nokkrum dögum eða vikum. Þar ræðir um gamalkunnug þrætuepli á borð við landvernd og orkunýtingu.

„Þar þurfa flokkarnir einfaldlega að treysta hver öðrum til þess að geta unnið úr þeim málum á kjörtímabilinu. Þetta eru ólíkir flokkar og nokkur bjartsýni að þeir gætu leyst öll erfiðu málin fyrir fram,“ sagði einn stjórnarliði í samtali við blaðið.

Hermt er að fyrir liggi nokkuð löng drög að stjórnarsáttmála, „of löng“ sögðu fleiri en einn viðmælandi. Þeir töldu líklegra, úr því sem komið væri, að kynntur yrði skemmri stjórnarsáttmáli með breiðum strokum, laus við of mikil smáatriði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »