Kristín Ýr vill þriðja sætið í Mosfellsbæ

Kristín Ýr Pálmarsdóttir.
Kristín Ýr Pálmarsdóttir.

Kristín Ýr Pálmarsdóttir býður sig fram í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Á þessu kjörtímabili sem er að líða hefur Kristín gengt hlutverki varabæjarfulltrúa og verið varaformaður umhverfisnefndar. Á meðan Kristín hefur starfað í umhverfisnefnd hefur nefndin meðal annars sett fram nýja umhverfisstefnu sem þau eru stolt af og verður vonandi hvatning fyrir Mosfellsbæ að fylgja eftir og gera betur í umhverfismálum. Kristín vill taka fleiri græn skref í átt að sjálfbærri framtíð fyrir Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is