„Allt frá 0 og upp úr erum við þakklát fyrir“

Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar í Reykjavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum bara svona að melta þær. Við erum þakklát fyrir hvert atkvæði sem við fáum. Við erum nýr flokkur og allt frá núll og upp úr erum við þakklát fyrir.“

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is um fyrstu tölur í Reykjavík. Samkvæmt þeim missir flokkurinn einn borgarfulltrúa.

Heldur í vonina

Eru fyrstu tölur ekki vonbrigði?

„Við vorum alveg búin að átta okkur á því að þetta gat lent hvern sem var. Við vorum alveg búin að undirbúa okkur undir það að Pawel myndi detta út en við höldum enn í trúna að hann detti inn.“

Þannig að þú ert enn bjartsýn?

„Ég ætla að fá að vera bjartsýn þangað til síðustu tölur koma. Ég datt nú ekki alveg af þessu heyvagni í gær og ég hef séð ýmislegt gerast.“

Oddvitar í Reykjavík.
Oddvitar í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert