Meirihlutinn fallinn samkvæmt fyrstu tölum

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og Milla Ósk Magnúsdóttir, eiginkona hans, …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og Milla Ósk Magnúsdóttir, eiginkona hans, fagna. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn leiðir eftir fyrstu tölur í Reykjavík, með 8.805 atkvæði.

Samfylkingin fylgir þar fast á eftir með 7.514 atkvæði, en meirihlutinn er fallinn ef marka má þessar fyrstu tölur.

Framsóknarflokkurinn bætir mikið við sig frá síðustu kosningum og er nú þriðji stærsti flokkurinn með 6.836 atkvæði. 

Sósíalistaflokkur Íslands hlýtur 2.925 atkvæði, Píratar fá 4.224 atkvæði, Vinstri græn hljóta 1.552 atkvæði og Viðreisn 1.816 atkvæði. 

Ábyrg framtíð fær 286 atkvæði, Miðflokkurinn 884 atkvæði og Reykjavík - besta borgin fær 69 atkvæði.

Búið er að telja 37.319 atkvæði. Af þeim eru 647 kjörseðlar auðir og 112 ógildir. 

Staðan eftir fyrstu tölur.
Staðan eftir fyrstu tölur. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert