Viðræðum slitið á Akureyri

Fundur hófst klukkan átta en klukkan fimm mínútur í níu …
Fundur hófst klukkan átta en klukkan fimm mínútur í níu var búið að birta yfirlýsingu um viðræðuslitin á vefsíðu Akureyrarbæjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn slitu viðræðum við Bæjarlistann á Akureyri í kvöld. 

Bæjarlistinn er með þrjá fulltrúa en hinir tveir flokkarnir með tvo fulltrúa hvor. 

Fundur hófst klukkan átta en klukkan fimm mínútur í níu var búið að birta yfirlýsingu um viðræðuslitin á fréttasíðunni Akureyri.net.

D og B munu fylgjast að

Heimir Örn Árnason, oddviti og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ástæðu slitanna vera þá að flokkarnir hafi ekki náð saman. Inntur eftir því hver helstu ágreiningsefnin voru segir hann að það hafi verið svo margt.

Aftur á móti deili Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sambærilegri sýn og muni þeir því fylgjast að í framhaldinu. 

Heimir segir að næstu dagar muni leiða í ljós hvert þeir beini sjónum sínum. „Við gerum bara eins og Einar í Reykjavík, við tölum við alla.“

mbl.is