„Þetta ætti að skýrast í vikunni“

Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar, og Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, …
Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar, og Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ræða nú samstarf. Samsett mynd

Formlegar viðræðum um myndun meirihluta í Kópavogi ganga vel, að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Býst hún við að viðræðum ljúki á næstu dögum.

„Við erum auðvitað að vanda okkur en vinna þetta hratt og örugglega samt sem áður,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is. „Þetta ætti að skýrast í vikunni.“

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hélt velli í bæjarstjórnarkosningunum en tilkynning barst fyrir helgi um að formlegar viðræður um áframhaldandi samstarf væru hafnar. 

„Framund­an er vinna við að skrifa mál­efna­samn­ing, móta áhersl­ur og skil­greina verk­efni næstu ára. Við ger­um okk­ur vænt­ing­ar um að vinn­an muni ganga hratt og ör­ugg­lega fyr­ir sig,“ sagði í sameiginlegri tilkynningu flokkanna fyrir helgi.

Að sögn Ásdísar var helgin nýtt vel í að fara yfir málefnin og stærstu verkefnin fyrir næsta kjörtímabil. Hún vildi þó ekki gefa upp hver þau væru en segir að hægt verði að lesa um það síðar í málefnasamningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert