Endurtalningu lokið í Tálknafirði

Úrslit eru óbreytt. Standandi frá vinstri, Guðni Ólafsson, Sigurvin Hreiðarsson …
Úrslit eru óbreytt. Standandi frá vinstri, Guðni Ólafsson, Sigurvin Hreiðarsson Sitjandi frá vinstri, Kristjana Andrésdóttir, Ólafur Þ. Ólafsson og Pálína Kr. Hermannsdóttir. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Endurtalningu er lokið í Tálknafirði og er niðurstaðan óbreytt frá kosningum. Talningin hófst klukkan 17 og lauk á áttunda tímanum í kvöld.

Athygli vakti þegar hlutkesti þurfti að varpa um fimmta sæti aðalmanns í sveitarstjórn Tálknarfjaðarhrepps í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí sl.

Meðal þeirra sem önnuðust endurtalningu voru Guðni Ólafsson, Sigurvin Hreiðarsson, Kristjana Andrésdóttir, Ólafur Þ. Ólafsson og Pálína Kr. Hermannsdóttir.

Óbreytt frá 14. maí

Úrslit kosninganna 14. maí voru eftirfarandi:

Aðal­menn eru Jó­hann Örn Hreiðars­son með 72 at­kvæði, Lilja Magnús­dótt­ir með 67 at­kvæði, Jenný Lára Magna­dótt­ir með 57 at­kvæði, Guðlaug­ur Jóns­son með 44 at­kvæði og Jón Ingi Jóns­son með 43 at­kvæði.

Vara­menn eru Marinó Bjarna­son, Magnús Óskar Hálf­dáns­son, Jón­as Snæ­björns­son, Fjöln­ir Freys­son og Guðlaug A. Björg­vins­dótt­ir.

mbl.is