Kynna málefnasamning á morgun

Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir hafa undanfarna daga rætt …
Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir hafa undanfarna daga rætt áframhaldandi samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi, þau Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson, munu kynna málefnasamning flokkanna á morgun. Að þessu tilefni hafa flokkarnir boðað til blaðamannafundar.

Má því ætla að þau hafi lokið formlegum viðræðum um myndun meirihluta í Kópavogi en viðræður flokkanna hafa farið fram síðustu daga.

Í viðtali við mbl.is í fyrradag sagðist Ásdís ekki vilja gefa upp hver málefni flokkanna væru en hægt yrði að lesa um þau síðar í málefnasamningnum.

Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar hélt velli í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um en til­kynn­ing barst fyr­ir helgi um að form­leg­ar viðræður um áfram­hald­andi sam­starf væru hafn­ar. 

mbl.is