Afglæpavæðing vændis

Hættan á framsali virkilega fyrir hendi

13.4. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks hefur ekki fengið að tala við Julian Assange síðan hann var handtekinn. Hann telur raunverulega hættu á framsali til Bandaríkjanna og segir vinnubrögðin í kringum þetta með ólíkindum, í ítarlegu viðtali við mbl.is. Meira »

7 látnir eftir árás á jarðarför

3.6.2017 Sjö manns hið minnsta eru látnir eftir sjálfsvígssprengingu í Kabúl í Afganistan í dag. Þrjár sprengjur sprungu við jarðarför manns, sem lést í mótmælum í borginni á föstudag og segja afgönsk yfirvöld yfir hundrað manns hafa særst í árásinni. Meira »

Misjöfn viðbrögð við ákvörðun Amnesty

13.8.2015 Samþykkt mannúðarsamtakanna Amnesty International um að afglæpavæða vændi hefur fengið misjöfn viðbrögð bæði hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum. Meira »

Lögðu til meiri sveigjanleika

12.8.2015 Einhver fjöldi fólks hefur gengið úr félagsskap Íslandsdeildar Amnesty International eftir að heimsþing samtakanna samþykkti tillögu um afglæpavæðingu vændis. Félagar hafa verið tæplega 9.000 talsins en stjórn deildarinnar hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fjöldi úrsagna verður gefinn upp. Meira »

Vændi „atvinnutækifæri“ fyrir konur

12.8.2015 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur stundi vændi. Lýsir hann vændi sem „atvinnutækifæri“ fyrir konur og segir ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. Meira »

Vændi nær þrælahaldi en starfsgrein

11.8.2015 „Það er ótrúlega skrýtin tilfinning að samtök sem maður hefur trúað og treyst í mannréttindabaráttu fari að vinna gegn mannréttindum,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, um ákvörðun Amnesty International að samþykkja tillögu um afglæpavæðingu vændis. Meira »

Leggja til afglæpavæðingu vændis

11.8.2015 Mannréttindasamtökin Amnesty International samþykktu í dag tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dublin. Alþjóðaráð samtakanna munu nú þróa stefnu samtakanna í málinu. Meira »

Vændi ekki atvinnugrein

8.8.2015 „Mér finnst hryggilegt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til #heforshe og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynjajafnrétti þá skulu ein stærstu og virtustu mannréttindasamtök heims leggja þessar tillögur fram.“ Meira »

VG skora á Amnesty

7.8.2015 Stjórn Vinstri grænna skorar á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér gegn samþykkt tillögu þess efnis að vændi verði gefið frjálst með öllu. Alþjóðahreyfing Amnesty mun fjalla um tillöguna um helgina en í henni fellst að kaup, sala, milliganga og rekstur vændishúsa verði gefið frjálst. Meira »

Verður afglæpavæðing fyrir valinu?

6.8.2015 Um helgina fer fram heimsþing mannréttindasamtakanna Amnesty International í Dublin á Írlandi. Þar verður meðal annars rædd hugmynd að stefnumótun í mansalsmálum sem felur í sér afglæpavæðingu vændis. Hörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty er nú þegar mættur til Dublinar ásamt öðrum fulltrúum Íslandsdeildarinnar. Meira »

Kaup á vændi gerð ólögleg í N-Írlandi

1.6.2015 Kaup á vændi voru í dag gerð ólögleg í Norður-Írlandi, sem er því fyrsti hluti Bretlands til að innleiða strangari löggjöf sem beinist að því að refsa kaupendum í stað seljendum vændis. Meira »

Samþykkja „rautt“ svæði í Róm

7.2.2015 Yfirvöld í Róm hafa samþykkt að heimila vændi á afmörkuðu svæði innan viðskiptahverfis borgarinnar, í tilraun til að draga úr vændi í hverfinu, sem er nú stundað á um 20 götum. Lögreglu verður gert að sekta vændiskonur um 500 evrur ef þær nást við vinnu sína utan hins afmarkaða svæðis, en svæðið verður undir eftirliti heilbrigðis- og félagsmálafulltrúa borgarinnar. Meira »

Þarf ekki að greiða skatta af vændistekjum

19.12.2014 Vændiskona hafði betur gegn norska ríkinu en dómstóll í Ósló dæmdi fyrr í vikunni að það samrýmdist ekki lögum að skylda hana til að greiða skatta af tekjum sínum af vændi. Meira »

Fjörutíu vændismál til meðferðar

5.11.2014 Ríkissaksóknari gaf 3. október síðastliðinn út fjörutíu ákærur á hendur jafn mörgum karlmönnum fyrir meint brot gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. að kaupa vændi. Ríkissaksóknara bárust í lok júlí 64 mál frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en 24 voru látin niður falla. Meira »

Franskar vændiskonur mótmæla

12.10.2014 Rosen Hicher, 57 ára gömul fyrrverandi vændiskona, lauk í dag 800 kílómetra göngu sinni yfir Frakkland til að krefjast þess að frönsk stjórnvöld standi við það að gera kaup á vændi refsiverð. Mótmælagangan hófst þann 3. september í borginni Saintes, og lauk í París í dag. Meira »

Vilja banna vændiskaup utan Svíþjóðar

7.10.2014 Ný samsteypustjórn í Svíþjóð kannar nú möguleika á því að banna Svíum að nýta sér vændisþjónustu erlendis. Fyrir þinginu liggur frumvarp þess efnis en það þykir afar umdeilt. Meira »