Fiskveiðideilur við Færeyinga

Samningar náðst við Færeyinga

29.1. Samningar hafa náðst við stjórnvöld Færeyja um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu og gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Samkomulagið náðist nú í hádeginu, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Meðal annars afsalar Ísland sér heimildum til veiða á 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld. Meira »

Furða sig á framferði Íslendinga

5.1. „Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þá er því mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur sé felldur úr gildi,“ segir í yfirlýsingu frá færeyskum stjórnvöldum vegna deilu landanna um gagnkvæmar veiðar. Meira »

Óvissa ríkir vegna deilu við Færeyjar

2.1. Gert var ráð fyrir að uppsjávarskip Síldarvinnslunnar héldu til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni nú í ársbyrjun. Enn hefur þó ekki tekist að semja um gagnkvæmar veiðar í lögsögum Íslands og Færeyja og ríkir því óvissa um veiðarnar. Meira »

Heiðrún Lind: „Treystum stjórnvöldum“

30.12. „Við setjum traust okkar áfram á íslensk stjórnvöld og vonum að þetta leysist,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við 200 mílur en sjávarútvegsráðherra ákvað í morgun að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan lögsögu Íslands. Meira »

Væntir viðbragða frá Færeyingum

30.12. „Nú bíðum við bara viðbragða frá Færeyingum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra en hann ákvað í morgun að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu árið 2018. Meira »

Fella úr gildi veiðiheimildir Færeyinga

30.12. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu 2018. Ákvörðunin tekur gildi strax 1. janúar næstkomandi. Meira »

Óskar eftir fundi um viðræður við Færeyjar

28.12. Miðflokkurinn hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd Alþingis vegna stöðu samninga Íslands og Færeyja um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Meira »