Samningar náðst við Færeyinga

Fundur ráðherranna í desember skilaði ekki árangri.
Fundur ráðherranna í desember skilaði ekki árangri. mbl.is/Sigurður Bogi

Samningar hafa náðst við stjórnvöld Færeyja um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu og gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á þessu ári. Samkomulagið náðist nú í hádeginu, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Fleiri íslensk skip fá að veiða í einu

Í því felst að þjóðirnar hafa gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári, með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15.

Þá var samið um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni, en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður.

Áfram munu gilda takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Þó er fyrirkomulagið rýmkað á þann veg að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip þannig að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.

Ísland afsalar sér Hjaltlandssíld

Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu verða heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski þær sömu í ár og þær voru á síðasta ári, eða 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði er áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns.

Ísland mun þá áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl, sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu, en Ísland afsalar sér heimildum til veiða á 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér þær heimildir um árabil.

Þjóðirnar eru sagðar stefna að því að hefja vinnu við gerð rammasamnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári.

Samkomulag náðist ekki í desember

Mánuður er síðan Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ákvað að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á þessu ári.

Átti ákvörðunin rætur sínar að rekja til árlegs fundar sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja, sem haldinn var í Þórshöfn 12.–13. desember, þar sem ekki tókust samningar.

Á fundinum bauð Ísland fram óbreyttan samning á sama tíma og Færeyjar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.18 170,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.18 257,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.18 249,36 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.18 177,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.18 22,46 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.18 79,14 kr/kg
Djúpkarfi 15.5.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.18 122,87 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.5.18 196,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.5.18 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.18 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 104 kg
Samtals 104 kg
21.5.18 Bobby 22 ÍS-382 Sjóstöng
Þorskur 90 kg
Samtals 90 kg
21.5.18 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 54 kg
Samtals 54 kg
21.5.18 Bobby 9 ÍS-369 Sjóstöng
Þorskur 145 kg
Samtals 145 kg
19.5.18 Skotta SK-138 Grásleppunet
Grásleppa 419 kg
Samtals 419 kg
19.5.18 Þorgrímur SK-027 Grásleppunet
Grásleppa 143 kg
Samtals 143 kg

Skoða allar landanir »