Fríverslun á milli Bandaríkjanna og ESB

Fríverslunarviðræður ESB og BNA á ný?

12.7. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn á blaðamannafundi í Brussel í dag að fríverslunarviðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gætu farið af stað á nýjan leik, en þær strönduðu 2016. Hann sagði einnig að til stæði að funda með forystumönnum Evrópusambandsins í næstu viku. Meira »

Hefur ekki stuðning Frakka

14.9.2016 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki lengur stuðning Frakklands til þess að halda áfram viðræðum við Bandaríkin um fríverslunarsamning. Þetta sagði Matthias Fekl, aðstoðarviðskiptaráðherra Frakklands, á fundi með Evrópumálanefnd franska þingsins í dag. Meira »

Vill meta stöðuna að loknum viðræðum

9.9.2016 Kanslari Þýskalands, Angela merkel, lýsti því yfir í gær að hún vildi að fríverslunarviðræður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins héldu áfram. Þetta kom fram í viðtali sem hún veitti þýska fjölmiðlafyrirtækinu Funke. Meira »

Fríverslunarviðræðum verði slitið

30.8.2016 Frakkar munu óska eftir því í september við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fríverslunarviðræðum við Bandaríkin verði slitið. Meira »

Fullyrt að viðræðurnar séu í fullum gangi

29.8.2016 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því yfir í dag að fríverslunarviðræður sambandsins við Bandaríkin væru á góðu róli. Hafnaði hún þeim ummælum Sigmars Gabriel, varakanslara Þýskalands, að viðræðurnar hefðu í raun misheppnast þrátt fyrir að enginn vildi viðurkenna það. Meira »

Hafna fríverslun við Bandaríkin

3.5.2016 Frakkar hafna fyrirhuguðum fríverslunarsamningi Evrópusambandsins við Bandaríkin eins og sakir standa. Þetta er haft eftir Francois Hollande, forseta Frakklands, á fréttavefnum Euobserver.com í dag. Viðræður hafa staðið yfir frá árinu 2013. Meira »

Fríverslun grefur undan öryggi

2.5.2016 Gögn um fyrirhugaðan fríverslunarsamning Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru sögð sýna að hagsmunir fyrirtækja verði settir ofar umhverfinu, aðgerðum í loftslagsmálum og öryggi neytenda. Viðskiptastjóri ESB segir ranghugmyndir ríkja um samninginn. Gögnin endurspegli aðeins samningsmarkmið aðila. Meira »

Stuðningur við samninginn hruninn

22.4.2016 Stuðningur á meðal almennings í Þýskalandi og Bandaríkjunum við fyrirhugaðan fríverslunarsamning á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hefur hrunið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Meira »

Vilja semja áður en Obama hættir

23.2.2016 Evrópusambandið leggur áherslu á að ljúka yfirstandandi fríverslunarviðræðum sínum við Bandaríkjamenn áður en Barack Obama lætur af embætti sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com. Meira »

Kvartar undan áhugaleysi Bandaríkjamanna

29.9.2015 „Frakkland er að skoða alla möguleika, þar með talið að bundinn verði hreinlega endir á viðræðurnar,“ sagði Mathias Fekl, viðskiptaráðherra Frakklands, í samtali við franska héraðsblaðið Sud Ouest í gær um stöðu fríverslunarviðræðna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Meira »

„Þetta er ekki minn samningur“

21.4.2015 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að ríkisstjórnir ríkja sambandsins leggi meira á sig í því skyni að afla fyrirhuguðum fríverslunarsamningi við Bandaríkin stuðnings og standi vörð um viðræðurnar við Bandaríkjamenn. Meira »

Vilja ekki fríverslun við Bandaríkin

18.4.2015 Mikil andstaða er við fyrirhugaðan fríverslunarsamning á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í Þýskalandi samkvæmt frétt AFP. Viðræður um samninginn hófust 2013 og standa enn yfir. Meira »

Hafna fríverslun við Kanada

28.7.2014 Stjórnvöld í Þýskalandi ætla ekki að leggja blessun sína yfir fríverslunarsamning á milli Evrópusambandsins og Kanada sem er á lokametrunum. Þetta fullyrðir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung samkvæmt frétt Reuters. Meira »

Stefna að samningi í lok árs 2015

16.5.2014 Bandaríkin og Evrópusambandið stefna að því að ljúka viðræðum um fríverslunarsamning í lok árs 2015 en upphaflega var stefnt að því að slíkur samningur lægi fyrir í lok þessa árs. Mögulegur samningur mun þó ekki ná til fjármálageirans þar sem Bandaríkjamenn hafa hafnað því að regluverk Bandaríkjanna og sambandsins á því sviði verði samræmt. Meira »

Fleiri fái aðild að samningnum

17.2.2014 „Mikilvægt er að horfa til þess að nokkrar viðskiptaþjóðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhuga sínum á fríverslunarsamningnum. [...] Við munum vinna af heilum hug að því að fleiri ríkjum verði gert kleift að gerast aðilar að samningnum.“ Meira »

ESB stöðvar viðræðurnar tímabundið

22.1.2014 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur stöðvað fríverslunarviðræður sambandsins við Bandaríkin tímabundið vegna ágreinings um lagalega vernd fyrirtækja. Framkvæmdastjórnin hefur áhyggjur af ákvæði sem gæti veitt fyrirtækjum heimild til þess að lögsækja ríkisstjórnir fyrir að setja lög sem færu gegn mögulegum fríverslunarsamningi og þannig til að mynda komið í veg fyrir mögulega lagasetningu á sviði umhverfismála og félagsmála. Meira »

Gæti skaðað fríverslunarviðræðurnar

18.12.2013 Ræði þingmenn á Evrópuþinginu við bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden mun það skaða viðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um mögulegan fríverslunarsamning. Meira »

Viðræðurnar halda áfram eftir helgi

5.11.2013 Fríverslunarviðræður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins halda áfram í næstkomandi mánudag þegar önnur lota í viðræðunum hefst. Meira »

Viðræður hugsanlega í hættu

31.10.2013 Dómsmálastjóri Evrópusambandsins, Viviane Reding, hefur varað við því að viðræður á milli sambandsins og Bandaríkjanna um fríverslunarsamning kunni að vera í hættu vegna upplýsinga um njósnir Bandaríkjamanna í Evrópu. Meira »

Hefði jákvæð áhrif á öllu EES-svæðinu

31.10.2013 Mögulegur fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna var einkum til umræðu á fundi norrænna viðskiptaráðherra sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sat í Osló í gærmorgun. Meira »

Kann að kosta Ísland þúsund störf

18.6.2013 Þýska Bertelsmann-stofnunin telur að náist fríverslunarsamningar á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna kunni það að leiða til fjölda nýrra starfa í ríkjum sambandsins og Bandaríkjanna sem og launahækkunar. Meira »

Ráðherrar vilja undanskilja hljóð- og myndefni

14.5.2013 Menningarmálaráðherrar Frakklands, Þýskalands og tólf annarra ríkja Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að fyrirhugaðar fríverslunarviðræður við Bandaríkin nái ekki til hljóð- og myndefnis. Meira »

Styðja kröfur franskra stjórnvalda

26.4.2013 Fulltrúar í alþjóðaviðskiptanefnd Evrópuþingsins samþykktu á fundi sínum í gær með naumum meirihluta að fyrirhugaðar fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna næðu ekki til hljóð- og myndefnis. Meira »

Fleiri frönsk skilyrði fyrir fríverslun

23.4.2013 Frönsk stjórnvöld halda áfram að setja fram skilyrði vegna fyrirhugaðra fríverslunarviðræðna á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem ætlunin er að hefjist í sumar samkvæmt frétt AFP. Meira »

Hefði jákvæð áhrif á hag Íslands

22.4.2013 Mögulegur ávinningur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna af fyrirhuguðum fríverslunarsamningi þeirra á milli verður ekki á kostnað annarra ríkja í heiminum. Þvert á móti hefði aukið frelsi í viðskiptum á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna jákvæð áhrif á heimsviðskipti og skila sér í auknum tekjum á alþjóðavísu. Meira »

Hóta að hindra fríverslunarviðræður

19.4.2013 Viðskiptaráðherra Frakklands Nicole Bricq sagði við fjölmiðla í gær að frönsk stjórnvöld myndu koma í veg fyrir að viðræður hæfust á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fríverslunarsamning nema samþykkt væri að viðræðurnar næðu ekki til hljóð- og myndverka. Meira »

Viðræðurnar gætu tekið nokkur ár

26.3.2013 Viðræður á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fríverslun munu taka langan tíma og jafnvel nokkur ár. Þetta sagði Nicole Bricq, viðskiptaráðherra Frakklands, á blaðamannafundi í gær samkvæmt frétt Reuters en stefnt er að því að viðræðurnar hefjist í júní í sumar og ljúki í lok næsta árs. Meira »

Óttast áhrif fríverslunarsamnings án aðkomu EFTA

23.3.2013 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræddi um stöðu fyrirtæka í EFTA-ríkjunum ef lokið verður við gerð fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB, við norska ráðherra á fundum sem hann átti í Noregi. Meira »

ESB-ríki ekki einhuga um fríverslun

19.2.2013 Ekki er einhugur um það á meðal ríkja Evrópusambandsins hversu víðfemur mögulegur fríverslunarsamningur við Bandaríkin eigi að vera. Þjóðverjar leggja þannig áherslu á að slíkur samningur hefði sem víðasta skírskotun á meðan Frakkar og fleiri ríki í suðurhluta Evrópu vilja að fríverslunarviðræðurnar nái ekki til ýmissa sviða eins og landbúnaðar og tengdra málaflokka. Meira »

ESB og Bandaríkin ræða um fríverslunarsamning

13.2.2013 Evrópusambandið og Bandaríkin munu hefja formlegar viðræður um gerð fríverslunarsamnings sem yrði þá stærsti viðskiptasamningu sögunnar. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti þetta í dag í kjölfar stefnuræðu Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Meira »