Game of Thrones

Game of Thrones laðar að Kínverja

1.9.2017 Kínverskar ferðaskrifstofur segja að ferðamenn ferðist í stórauknum mæli á staði sem hingað til hafa ekki verið á lista yfir vinsælustu áfangastaðina, þar á meðal til Norður-Írlands, Króatíu og Íslands. Meira »

Ísland aftur í aðalhlutverki

18.7.2016 Ísland verður að nýju í einu aðalhlutverkanna í næstu þáttarröð Game of Thrones. Frá þessu greinir Entertainment Weekly sem segir HBO hafa staðfest að miklar breytingar verði gerðar vegna sjöundu þáttaraðarinnar Meira »

Svitnar undan sódavatninu

31.3.2016 „Þór, hvernig verð ég eins og þú?“ spyr meðalmaður Hafþór Júlíus Björnsson, einn sterkasta mann í heimi og í fyrstu lítur ekki út fyrir að Fjallið ætli að svara. Meira »

Krúnuleikaaðdáendur fengu hland fyrir hjartað

9.3.2016 Fréttir af dauða George Martin, upptökustjóra Bítlanna, skutu skelfingu í brjóst æstra aðdáenda bókanna og þáttaraðarinnar Krúnuleikanna. Rann þeim kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir héldu að George R.R. Martin, höfundur sagnaheimsins, væri látinn. Meira »

Binda endi á lekamál

3.3.2016 Til þess að halda söguþræðinum í nýjustu þáttaröð Game of Thrones eins leyndri og mögulegt er hefur HBO gripið til örþrifaráða. Meira »

Asbæk í Game of Thrones

3.9.2015 Danski leikarinn Pilou Asbæk mun fara með hlutverk Euron Greyjoy í sjöttu þáttaröðinni Games of Thrones á næsta ári. HBO hefur staðfest þetta. Meira »

Græða vel á Game of Thrones

18.8.2015 Þáttaserían vinsæla Game of Thrones hefur skilað um 110 milljónum punda inn í hagkerfi Norður-Írlands á undanförnum fimm árum eða sem nemur 22,8 milljörðum íslenskra króna. Meira »

244 stúlkur fengu nafnið Arya

17.8.2015 244 stúlkur í Englandi og Wales voru nefndar Arya á síðasta ári, í höfuðið á yngstu dóttur Ned Stark í þáttunum Game of Thrones. Þá fengu 53 stúlkur nafnið Khaleesi, drekamóðurinnar í sömu þáttaröð. Átján drengir voru nefndir eftir Theon Greyjoy og sautján eftir Tyrion Lannister. Meira »

Leikur Harington lík?

21.7.2015 Varúð: Frétt þessi gæti innihaldið gleðispilli (e. spoiler).  Meira »

Fjallið spilar póker í íshelli

8.6.2015 Sir Gregor „Fjallið“ Glegane er ekkert lamb að leika sér við á vígvellinum en hvernig er hann í póker? Þessari spurningu fékkst svarað þegar kraftajötuninn Hafþór Björnsson, sem lék Fjallið í þáttunum Game of Thrones, mætti netpókergoðsögninni Randy „nanoko“ Lew við tökur á stuttmyndinni Into the Poker Glacier. Meira »

Rokkjötnar í Game of Thrones

1.6.2015 Bandaríska hljómsveitin Mastodon, sem kemur fram á íslensku tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, brá sér út fyrir þægindarammann við tökur á nýjustu þáttaröð Game of Throne. Þáttur þar sem þeir Brann Dailor, Bill Kelliher, og Brent Hinds léku svokallaða „white walkers“ var sýndur Vestanhafs í nótt. Meira »

Game of Thrones byggt á sönnum atburðum

12.5.2015 Skáldsögur George R. R. Martin, A Song of Ice and Fire, eiga sér tryggan aðdáendahóp. Sá hópur hefur eflaust stækkað eftir að HBO gerði þættina Game of Thrones eftir sögnum hans. Meira »

456 drepnir hingað til

12.4.2015 Sýningar á fimmtu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of thrones hefjast í kvöld og eru margir áhugamenn um fantasíuheiminn í Westeros orðnir óþreyjufullir að sjá hetjur þáttanna koma fyrir á skjánum á nýjan leik. Mbl.is ákvað að kafa aðeins ofan í dánartíðnina í þáttunum. Meira »

Game of Thrones lekið á netið

12.4.2015 Fyrstu fjórum þáttunum í fimmtu þáttaröð sjónvarpsþáttarins Game of Thrones hefur verið lekið á netið. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í Bandaríkjunum sem og hér á landi í kvöld. Meira »

„Hann borðaði sjö kjúklinga“

8.4.2015 Leikarinn Peter Dinklage var gestur Jon Stewart í spjallþætti þess síðarnefnda í gær. Ræddu þeir nýjustu þáttaröð Game of Thrones þar sem Dinklage leikur eina vinsælustu persónuna, Tyrion Lannister og bar þar meðal annars kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson á góma en hann leikur Fjallið í þáttunum. Meira »

Fær ekki að klippa hárið

30.12.2014 Game of Thrones-stjarnan Kit Harington segist sjá eftir því að hafa skrifað undir samning við HBO sem bannar honum að vera með stutt hár á meðan framleiðsla á þáttunum stendur yfir. Meira »

Game of Thrones kom Íslandi á kortið

29.12.2014 Sjónvarpsþættirnir vinsælu Game of Thrones hafa gert Ísland að einum heitasta áfangastað ástralskra ferðalanga ef marka má frétt á vef The Australian. Meira »

Hafþór Júlíus í James Bond?

27.10.2014 Hafþór Júlíus Björnsson á í viðræðum um að taka að sér hlutverk illmennisins Hinx í 24. kvikmyndinni um James Bond. Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs, staðfestir þessar fréttir. Meira »

Hafþór í járnhásætinu

20.10.2014 Hafþór Júlíus Björnsson lætur fara vel um sig í hinu ógnvænlega járnhásæti Game of Thrones-þáttanna (e. the iron throne) á ljósmynd sem hann birti á Facebook síðu sinni í gær. Meira »

Game of Thrones til Spánar

10.10.2014 Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna Game of Thrones hóf upptökur á fimmtu þáttaröðinni í spænsku borginni Sevilla í dag, borgaryfirvöldum til mikillar ánægju enda telja þau að það verði til þess að auka ferðamannastrauminn þangað. Meira »

Fékk sér Game of Thrones tattú

22.8.2014 Hafþór Júlíus Björnsson skellti sér undir nálina í gær og það ekki í fyrsta skipti.  Meira »

Hefja tökur á Game of Thrones í haust

8.8.2014 Enn og aftur mun íslenskt landslag njóta sín í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, en tökulið kemur hingað til lands seint í haust til þess að taka upp bakgrunnstökur. Meira »

Lífverðir drottningar spila Game of Thrones-lagið

20.7.2014 Nördaðu yfir þig með lífvarðasveit Bretadrottningar.  Meira »

Hver er mamma Jons Snow?

17.7.2014 Kenning um ætterni Jon Snow gengur nú Game of Thrones-nörda á milli á veraldarvefnum og þykir hún afar sennileg.  Meira »

Hodor gerist plötusnúður

15.7.2014 Írski leikarinn Kristian Nairn heldur í ferð um Ástralíu þar sem hann hyggst halda böll inblásin af Game of Thrones.  Meira »

10 þúsund vildu vera í Game of Thrones

5.7.2014 Næsta þáttaröð Game of Thrones verður meðal annars tekin upp í Seville og Osuna á Spáni í vetur og í vikunni auglýsti spænska framleiðslufyrirtækið Fresco Film eftir statistum fyrir tökurnar. Meira »

Nefna börnin eftir Game of Thrones

2.7.2014 Game of Thrones hefur farið sigurgöngu um heiminn en í Svíþjóð nýtur þátturinn svo mikilla vinsælda að fjöldi nýbakaðra foreldra hefur nefnt börnin sín í höfuðið á persónum þáttarins. Meira »

Vildi sleikja upphandlegg Hafþórs

1.7.2014 Hafþór Júlíus Björnsson situr fyrir svörum á vefsíðu Sports Illustrated í dag en þar ræðir hann bæði um hlutverk sitt í Game of Thrones og lífið sem kraftlyftingarmaður. Meira »

Hafnaði Tinu Fey fyrir Heimsmetabókina

26.6.2014 Hafþór Júlíus væri á leiðinni til Hollywood enn á ný ef hann hefði ekki verið búinn að lofa að reyna að slá heimsmet.  Meira »

Hafþór Júlíus nú og áður

23.6.2014 Tvær myndir af Hafþóri Júlíusi Björnssyni hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla síðustu klukkustundirnar eftir að þeim var deilt á síðunni 9GAG. Myndunum hefur verið deilt hátt í 10 þúsund sinnum og mörg þúsund manns hafa skilið eftir athugasemd við myndirnar. Meira »