Samfélagsmál

Einmana og félagslega einangruð

18.10. „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

16.10. Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Tryggja verði börnum vernd

11.10. Mál tveggja barna, sem glíma við alvarlegan fíknivanda og voru vistuð í fangaklefa lögreglunnar vegna skorts á viðeigandi úrræðum, eru litin afar alvarlegum augum af umboðsmanni barna og skorar embættið á stjórnvöld að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefjist. Meira »

Þeir einfaldlega gleymdust í kerfinu

11.10. Sjö menn með geðklofa á aldrinum 51 til 80 ára og búa á Seltjarnarnesi eru dæmi um fólk með flókinn vanda, sem eru fórnarlömb í togstreitu ríkis og sveitarfélaga, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Heimili þeirra er í uppnámi þar sem ekki hefur tekist að semja um hver eigi að greiða fyrir búsetu. Meira »

Getur bjargað lífum

11.10. Með því að grípa snemma inn er hægt að bjarga mannslífum og um leið spara þjóðfélaginu gríðarlegar fjárhæðir. Erfið uppvaxtarskilyrði og áföll í æsku geta mótað líf viðkomandi alla ævi, segir Mark A. Bellis, sem stýrir rannsóknum á þessu sviði lýðheilsu í Wales. Meira »

650 milljóna aukning ekki nóg

11.10. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra að því hvaða áform séu uppi um að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari, sérstaklega fyrir unga fólkið, í ljósi hárrar tíðni sjálfsvíga og þunglyndis á meðal ungs fólks á Íslandi. Meira »

Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri

25.9. Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í sérstakri umræðu um ópíóðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

19.8. Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Varar við hættum ávanabindandi lyfja

16.8. Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embætti landlæknis gefið út viðvörun um afleiðingar slíkra lyfja. „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verið bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir á vef landlæknis. Meira »

29 dauðsföll til rannsóknar

9.8. Fram í miðjan júní höfðu 29 dauðsföll þar sem grunur leikur á að lyf hafi komið við sögu komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Allt árið í fyrra voru málin 32 talsins. Meira »

Sterku efnin lækka í verði

24.7. Rúmlega helmingur þeirra sem innrituðust á sjúkrahúsið Vog í maí og júní höfðu keypt lyfseðilsskyld lyf eða 47 einstaklingar. Meirihluti þeirra hafði keypt sterk verkjalyf í flokki ópíóíða. Taflan af OxyContin hefur lækkað töluvert í verði. Meira »

Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur

8.7. „Kvíði er tilfinning – ekki sjúkdómur – ekkert frekar en reiði, depurð eða ást,“ segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur. Eina úrræðið sem allir hafa aðgang að eru kvíðalyf og með því að setja alla á lyf getum við aukið enn frekar á vanda fólks, segir Steinunn. Meira »

Snýst um að lifa af

24.5. „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Lyf sem bjargar mannslífum

21.5. Fimmtán lyfjatengd andlát eru til skoðunar hjá embætti landlæknis. Fólkið lést á fyrstu 79 dögum ársins, frá 1. janúar til 20. mars. Ópíóíðar (morfínskyld lyf) fundust í átta þeirra. Neyðarlyfið Naloxon getur komið í veg fyrir andlát ef það er gefið nægjanlega fljótt eftir ofskömmtun. Meira »

„Óhreinu börnin hennar Evu“

9.5. Gráu svæðin á milli þess sem sveitarfélögin eiga annars vegar að sinna og ríkið hins vegar veldur því að kerfið er óskilvirkt og börn fá ekki þá þjónustu sem þau hafa þörf fyrir. Óhreinu börnin hennar Evu, börn með fjölþættan vanda sem enginn vill taka við. Meira »

Alvarlegt og vaxandi vandamál

8.5. Andleg líðan ungmenna hefur versnað á undanförnum árum. Ragnar Guðgeirsson ráðgjafi hélt að tölur yfir tilraunir til sjálfskaða meðal unglingsstúlkna væri fjöldi þeirra sem hefðu reynt slíkt eða íhugað að skaða sig. Raunin er að 45% stúlkna hefur íhugað sjálfskaða og 28% hefur skaðað sig. Meira »

Kerfin tali saman í málefnum barna

8.5. Stefnt er að því að endurskoða allt félagslega kerfið sem snýr að börnum. Um samstarf milli kerfa verður að ræða undir stjórn félagsmálaráðuneytisins með aðkomu mennta- og heilbrigðisráðuneytisins auk sveitarfélaga. „Við ætlum að brjóta múra og byggja brýr,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra. Meira »

Uggandi yfir opnun vistheimilis

17.4. Íbúasamtök í Norðlingaholti eru mjög uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis að Þingvaði 35 fyrir ungmenni með sögu um alvarlegan og fjölþættan fíkniefnavanda. Meira »

Ekki annað í boði en að hætta

12.4. Arnþór Jónsson ,formaður SÁÁ, segir það erfiða ákvörðun að hætta að taka við ungmennum yngri en átján ára en ef ekki er vilji fyrir því að Vogur veiti þessa þjónustu sé ekki annað í boði. Meira »

„Hvert barn er svo dýrmætt“

11.4. „Hvert barn er svo dýrmætt og ég er sannfærður um að hvert barn sem við björgum er ómetanlegt fyrir samfélagið í heild. Hvort sem er félagslega, gagnvart fjölskyldu þess og síðast en ekki síst efnahagslega,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra Meira »

„Ekki talað við okkur“

10.4. „Við upplifum að það sé ekki talað við okkur,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin stóðu fyrir fjölmennum mótmælum við Velferðarráðuneytið í dag til að hvetja stjórnvöld til að tryggja framtíð Hugarafls. Mótmælin voru þögul en það er ljóst að fólk á mikið undir starfinu. Meira »

Ekki fleiri en neyslan miklu meiri

10.4. Ekkert bendir til þess að fleiri unglingar séu að prófa sig áfram í kannabisneyslu á Íslandi en áður en ungmennin sem neyta kannabis neyta þess margfalt oftar en áður. Á sama tíma fækkar þeim sem neyta áfengis og þau nota einnig minna af áfengi en áður. Meira »

Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

9.4. Undanfarin ár hefur líf þeirra að miklu leyti snúist um að halda barninu sínu á lífi. Barnið glímir við fíkn og er fjölskyldan ein þeirra fjölmörgu sem hafa gengið á veggi í kerfinu. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt undanfarin þrjú ár. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

17.1. Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

17.1. Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

11.12. Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Börnin sem kerfið týndi

3.12. Snemma í barnæsku var hann farinn að sýna erfiða hegðun, skapofsa, átti erfitt með fínhreyfingar, skilning, takmörk og tjáningu. Samt var hann glaðlyndur, opinn og félagslyndur. Nokkrum árum síðar var gleðin farin og reiðin tók völdin. Meira »

Við erum að tala um börnin okkar

3.12. Hann er ljúfastur, alltaf ljúfastur allra, en þessi skipti sem hann missir stjórn á skapinu eru hrikalega erfið fyrir alla í fjölskyldunni. Hvort heldur sem það eru foreldrar, yngri eða eldri systkini. Hann er sautján ára og glímir við ADHD, lesblindu, þunglyndi og kvíðaraskanir. Meira »

Þjóðin greinda

2.12. Hvergi í Evrópu er jafnhátt hlutfall barna skilgreint með sérþarfir eins og á Íslandi. Framkvæmdastjóri Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir segir að taka verði á þessu vandamáli. Þetta er meðal þess sem kom fram í alþjóðlegri úttekt sem kynnt var fyrr á árinu. Meira »

Líf heillar fjölskyldu í húfi

2.12. Fleiri þúsund börn á Íslandi þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu vegna geðheilsuvanda að halda. Á hverju ári fæðast 100 til 200 börn sem þurfa á verulegum stuðningi að halda vegna geðræns vanda og eða þroskaskerðingar. Meira »