Íslenskan í tíunda sæti í "blogginu"

Samkvæmt könnun NITL BlogCensus er íslenska í tíunda sæti á lista yfir algengustu tungumálin sem notuð eru til að skrifa netdagbækur eða svokallað "blogg". Algengasta tungumálið er enska en portúgalska og pólska koma þar á eftir.

Már Örlygsson, einn af frumherjum vefdagbóka á Íslandi, segir að honum komi ekki á óvart hversu ofarlega Íslendingar skipi sér á þessum lista. "Það væri ekki ólíklegt að Íslendingar væru að slá heimsmet í þessu eins og hverju öðru. Við eigum það til að byrja ívið seinna og vorum svona tveimur til þremur árum á eftir t.d. Bandaríkjamönnum að byrja [á blogginu]. Ég hugsa hins vegar að þetta sé orðið miklu stærri hluti af netsamfélaginu á Íslandi heldur en það er í Bandaríkjunum," segir Már.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »