Emblu, sem var talin helsta nýjungin á vefsvæði mbl.is. Vefverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000. Aðstandendur Íslensku vefverðlaunanna eru ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks og nokkrir aðilar sem tengjast vefiðnaðnum.">

Embla valin besti íslenski vefurinn

Forsíða leitarvefjarins Emblu.
Forsíða leitarvefjarins Emblu.

Mbl.is var valinn besti íslenski vefurinn þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent í dag. Var sérstaklega skírskotað til vefleitarinnar Emblu, sem var talin helsta nýjungin á vefsvæði mbl.is. Vefverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000. Aðstandendur Íslensku vefverðlaunanna eru ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks og nokkrir aðilar sem tengjast vefiðnaðnum.

Verðlaun voru veitt í fjórum öðrum flokkum. Vefur Íslandsbanka var valinn besti fyrirtækjavefurinn og fékk einnig viðurkenningu fyrir bestu útlits- og viðmótshönnunina. Skjárinn.is var valinn besti afþreyingarvefurinn og vefurinn arni.hamstur.is var valinn besti einstaklingsvefurinn.

Um vefverðlaunin

mbl.is