Eyja í laginu eins og túlípani

Teikning af túlípanaeyjunni.
Teikning af túlípanaeyjunni. Reuters

Hollenska þingið hefur skipað nefnd, sem á að skoða hvort það sé hagkvæmt að búa til landfyllingu við Norðursjávarströnd landsins. Til stendur að búa til 50 km langa eyju  sem verður í laginu eins og túlípani. Mun eyjan virka bæði sem varnargarður og eins stendur til að byggja þar hús. 

Hollenski stjórnmálamaðurinn Joop Atsma er hvatamaður að verkefninu en samkvæmt hugmyndum hans verður eyjan 100 þúsund hektarar að stærð. Atsma reiknar með að verðmæti byggingarlandsins, sem þannig verður til, verði jafnvirði um 800 milljarða króna.

Umhverfisverndarsinnar eru lítið hrifnir og benda á að framkvæmdin geti haft allskonar ófyrirséð áhrif á vistkerfið, bæði í sjónum og á landi.

Þá sýnist sitt hverjum um það hvernig eyjan á að líta út. Einn hollenskur bloggari sagði, að sér þætti mun meira viðeigandi að eyjan líti út eins og risastórt kannabisjurtarblað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Heimavík
...
Nudd á Bak, Háls og Rassvöðva www.egat.is
9stk airbags , 3 mismunandi loftþrýstingur, djúpnudd á háls og bak, 2 pör af bol...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...