Líkamsrækt í töfluformi?

Ronald Evans sést hér halda á lyfinu umdeilda.
Ronald Evans sést hér halda á lyfinu umdeilda. AP

Vísindamenn vinna nú að því að þróa töflu sem getur auðveldað fólki að komast í form án þess að þurfa að hreyfa sig. Vísindaritið Cell greinir frá því að bandarískir vísindamenn hafi búið til tvær töflur sem virðast geta byggt upp vöðva, aukið þol og jafnvel brennt fitu.

Töflurnar hafa verið prófaðar á músum. Niðurstöðurnar leiddu m.a. í ljós að þær gátu hlaupið 44% lengri vegalengd en áður. Talið er að lyfið geti haft sömu áhrif á mannfólk, þ.e. það geti gert slíkt hið sama án þess að hafa þjálfað sig sérstaklega.

Það skal þó engan undra að hugmyndin er afar umdeild, en margir óttast að íþróttamenn geti misnotað lyfið.

Prófessorinn Ronald Evans, sem fer fyrir rannsókninni, segist hafa hugsað fyrir þessu þannig að hægt sé að greina efnið bæði í blóði og þvagi íþróttamannanna.

Hann segir mögulegt að efnið verði notað í baráttunni við vöðvarýrnunarsjúkdóma og til að hjálpa fólki sem þjáist t.a.m. af sykursýki. Hann segir vitað að hreyfing geri sykursjúkum gott og lyfið muni því auka jákvæð áhrif æfinganna.

„Ef þú nýtur þess að stunda líkamsrækt, þá mun þér líka sú hugmynd að fá meira fyrir peninginn,“ segir Evans.

„Ef þeir leiðist að stunda líkamsrækt, þá mun þér líka vel sú hugmynd að komast í form með hjálp töflu,“ segir hann einnig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert