Einar Stefánsson fær verðlaun á sviði augnlækninga

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson Brynjar Gauti

Einar Stefánsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans fær svokölluð Jules Gonin verðlaun á þessu ári en þau eru ein merkustu verðlaun sem veitt eru í heiminum á sviði augnlæknisfræði, að því er segir í tilkynningu. 

Jules Gonin verðlaunin eru veitt annað hvert ár þeim einstaklingum í heiminum sem þykja hafa staðið sig öðrum framar í augnrannsóknum og lækningum, sérstaklega á sviði sjónhimnusjúkdóma.
 
„Gobin-verðlaunin eru ekki veitt fyrir eitthvað tiltekið verkefni eða afrek heldur eru þau veitt einstaklingum sem þykja hafa lagt mikið til augnlækninga og augnrannsókna á ferli sínum.

Í þessu tilviki er að líkindum horft til rannsókna Einars Stefánssonar á sviði súrefnisefnaskipta augans og skýringum á því hvers vegna laser meðferð er hjálpleg í augnsjúkdómi í sykursýki og æðalokunum svo að dæmi séu tekin.

Nýlegar rannsóknir Einars Stefánssonar og Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hafa líklega einnig ráðið miklu um þessa niðurstöðu en þeir tveir hafa í félagi við aðra þróað súrefnismæli fyrir augnbotna sem hefur vakið mikla athygli á heimsvísu.

Augnlyfjaþróun Einars Stefánssonar og Þorsteins Loftssonar, prófessors í lyfjafræðideild HÍ , kemur þarna einnig án efa til , enda opnar sú þróun þeirra möguleika á nýrri og frumlegri meðferð við augnsjúkdómum , svo og rannsóknir Einars á forvörnum gegn blindu í sykursýki," samkvæmt tilkynningu.  

Gonin-verðlaunin eru kennd við svissneska augnlækninn Jules Gonin sem umbylti meðferð við sjónhimnulosi á fyrri hluta síðustu aldar.   Bandaríska stofnunin Retina Research Foundation veitir verðlaunin og styrk sem þeim fylgir í samræmi við tillögur Club Jules Gonin sem eru alþjóðleg samtök augnlækna og augnvísindamanna.   Verðlaunin verða veitt 12. september n.k. í St. Moritz í Swiss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...