Risavaxinn fljótandi sorphaugur

Horft yfir Kyrrahafið frá San Francisco í Bandaríkjunum.
Horft yfir Kyrrahafið frá San Francisco í Bandaríkjunum. AFP

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla segja að plastruslahaugurinn sem nú flýtur á norðanverðu Kyrrahafinu sé nú 100 sinnum stærri en hann var fyrir 40 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem verður birt á morgun.

Vísindamennirnir segja ennfremur að sú hætta sé fyrir hendi að plast sem sé minna en 5 millimetrar að lengd (e. microplastic) ógni lífríki hafsins.

Á milli áranna 1972 til 1987 fundust engar svo smáar agnir í meirihluta þeirra sýna sem voru tekin á tímabilinu. Þetta kemur fram í rannsókninni sem er birt í vísindariti Royal Society, sem nefnist Biology Letters.

Í dag telja vísindamenn að ruslahaugurinn sé álíka stór og Texas, en hann kallast á ensku Great Pacific Garbage Patch.

Vísindamennirnir við Kaliforníuháskóla segja að smágerðar plastagnir sem maðurinn framleiðir séu nú 100 sinnum fleiri í haugnum en þær voru fyrir fjórum áratugum.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að um það bil 13.000 plasteiningar sé að finna í hverjum einasta ferkílómetra í hafinu. Vandamálið sé hins vegar langmest í Norður-Kyrrahafi.

Fuglar og dýr í hafinu gleypa agnirnar sem eru sumar hverjar mjög fullar af eitruðum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
Vordagar
...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...