NASA hyggst senda annan jeppa til Mars

Mars. Myndin er tekin með Hubble geimsjónauka NASA.
Mars. Myndin er tekin með Hubble geimsjónauka NASA. AFP

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur í hyggju að senda geimjeppa að nýju til að kanna plánetuna Mars. Fyrirhugað er að það verði árið 2020. Að auki er í undirbúningi að senda mannað geimfar þangað. 

Geimjeppinn Curiosity eða Forvitni var á vegum NASA á Mars í haust og aflaði þar viðamikilla upplýsinga um gerð plánetunnar.

„Stjórn Baracks Obama er afar áhugasöm um að setja á stofn viðamikla áætlun um að kanna Mars,“ sagði Charles Bolden, forstjóri NASA í yfirlýsingu í dag. 

„Með þessari næstu ferð tryggjum við stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á sviði geimferða og rannsókna á Mars og búumst við því að senda þangað menn fljótlega eftir árið 2030.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert