Tók „selfie“ í geimgöngunni

Selfie. Rick Mastracchio tók sjálfsmynd í geimgöngunni.
Selfie. Rick Mastracchio tók sjálfsmynd í geimgöngunni. AFP

Bandaríski geimfarinn Rick Mastracchio getur nú státað af því að hafa tekið eina af líklega mjög fáum sjálfsmyndum eða „selfie“ í geimnum. Myndina tók hann er hann fór ásamt geimfaranaum Steve Swanson út úr alþjóðlegu geimstöðinni til að lagfæra bilun sem kom upp í tölvu stöðvarinnar.

Viðgerðin tók eina klukkustund og 36 mínútur. Fyrirfram hafði verið talið að hún myndi taka lengri tíma. Það var því smá tími til að taka sjálfsmynd úti í geimnum.

mbl.is