Jólaskreytingar í þyngdarleysi

Hin rússneska Elena Serova kemur með jólin út í geim.
Hin rússneska Elena Serova kemur með jólin út í geim. Terry W. Virts

Jólaandinn er víða byrjaður að svífa yfir vötnum. Hvergi svífur hann þó líklega eins hátt og í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Þar eru geimfararnir þegar byrjaðir á jólaundirbúningnum og var jólaskraut sett þar upp um helgina.

Bandaríski geimfarinn Terry W. Virts birti í gær mynd af sambýliskonu sinni, hinni rússnesku Elenu Serovu, þar sem hún sveif um og hengdi upp jólaskraut í geimstöðinni. Auk þeirra eru fjórir aðrir geimfarar, tveir Rússar, Bandaríkjamaður og Ítali, um borð í geimstöðinni þessa stundina og munu sexmenningarnir jafnframt eyða jólunum saman þar.

NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, er með teymi matvælavísindamanna á sínum snærum sem útbýr matseðla fyrir geimfarana. Þegar hátíðisdaga eins og jólin ber að garði útbúa þeir hefðbundna rétti á óhefðbundnu formi til að gera geimförunum dagamun. Þegar Bandaríkjamenn héldu upp á þakkargjörðahátíðina í lok nóvember fengu þeir til dæmis kalkún með grænum baunum, kartöflum, aspas, bökuðum baunum og eftirrétt.

Máltíðin sem geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni fengu á þakkargjörðardaginn.
Máltíðin sem geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni fengu á þakkargjörðardaginn. NASA
mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...