Sjá heiminn með augum dýra

Blóm af tegundinni Echium angustifolium eins og hún birtist mönnum ...
Blóm af tegundinni Echium angustifolium eins og hún birtist mönnum (t.v.) annars vegar og býflugum (t.h.) hins vegar. Býflugurnar geta séð tvo bletti sem drekka í sig útfjólublátt ljós efst á blóminu. Jolyon Troscianko

Dýrin sjá heiminn öðrum augum en við mennirnir en nú hafa vísindamenn við Háskólann í Exeter á Englandi þróað forrit sem gerir okkur kleift að setja okkur í spor málleysingjanna. Forritið breytir stafrænum myndum þannig að þær birtast eins og dýr sjá viðfangsefni þeirra. Tæknina er meðal annars hægt að nota til að rannsaka feluliti og samskipti dýranna.

Forritið, sem er aðgengilegt öllum ókeypis, hefur þegar verið notað til rannsókna á ýmsum sviðum, til dæmis til að greina litabreytingar í grænum strandkröbbum og í andlitum kvenna í gegnum tíðahringinn.

Fram til þessa hefur verið erfitt að nota stafrænar myndir til þess að að rannsaka liti í dýraríkinu nákvæmlega. Jolyon Troscianko frá vistfræði- og verndunarmiðstöðvar Háskólans í Exeter, segir að forritið geri mönnum hins vegar kleift að skoða hvernig umhverfið lítur út í augum jafnt manna og dýra á auðveldan hátt.

Dýrin sjá í fleiri litum

Mikill munur er á hversu stóran hluta litrófsins dýr sjá, jafnvel innan einstakra tegunda. Augu flestra manna eru næm fyrir þremur litum; rauðum, grænum og bláum. Fjöldi dýrategunda sér hins vegar í fjórum litum eða fleirum, þar á meðal fuglar, skriðdýr, froskdýr og skordýr. Mörg þeirra greina einnig útfjólubláa rófið sem er mönnum algerlega hulið nema með myndavélum sem greina allt litrófið. Því þurfa vísindamenn sem rannsaka þessar tegundir að mæla útfjólubláa geislun til þess að skilja hvernig þessi dýr skynja heiminn.

Með því að nota myndavél sem er næm fyrir öllu litrófinu getur forritið notað mismunandi síur til þess að framkalla myndina eins og hún birtist tilteknum dýrategundum. Smiðir forritsins láta gögn fylgja með því um myndavélastillingar fyrir algeng dýr eins og menn, páfugla, hunangsflugur, merði og sumar tegundir fiska.

Forritið má nálgast hér

Frétt á vefnum Phys.org

mbl.is
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...