Kjarnasamrunatilraun gekk að óskum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræsti kjarnasamrunaofninn í Max Planck-stofnuninni í ...
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræsti kjarnasamrunaofninn í Max Planck-stofnuninni í Greifswald í gær. AFP

Tilraun vísindamanna í Þýskalandi til að búa til ofurhitað vetnisgas gekk að óskum í gær. Hún er fyrsta skrefið í því sem vísindamennirnir vonast til að leiði til þess að hægt verði að beisla kjarnasamruna sem hreinan orkugjafa framtíðarinnar.

Vísindamennirnir við Max Planck-stofnunina dældu örlitlu magni af vetni inn í kleinuhringslaga tæki og hituðu það með orku sem jafnast á við sex þúsund örbylgjuofna. Afleiðingin var ofurheitt gas, svokallað rafgas, sem varði aðeins í sekúndubrot áður en það kólnaði aftur. Það var hins vegar nóg til þess að vísindamennirnir lýstu tilrauninni sem vel heppnaðri.

Tilgangurinn með tilrauninni er að þróa aðferðir til að hrinda af stað kjarnasamruna eins og þeim sem á sér stað í kjarna sólarinnar. Við gríðarlegan hita renna kjarnar vetnissameindanna saman en við það losnar ógurleg orka. Kosturinn við þessa aðferð umfram hefðbundna kjarnorku þar sem atóm eru klofin er að hún skilur ekki eftir sig geislavirkan úrgang og reiðir sig ekki á fágæt geislavirk efni sem hráefni. Menn sjá því fyrir sér að kjarnasamruni gæti því leyst óhreina orkugjafa eins og jarðefnaeldsneyti og hefðbundna kjarnorku af hólmi í framtíðinni.

Tækið sem vísindamennirnir notuðu tók níu ár í smíðum en því er ekki ætlað að framleiða orku. Það verður aðeins notað til þess að gera tilraunir með að búa til rafgas í lengri tíma og við hærri hita. Markmiðið er að halda því stöðugu í þrjátíu mínútur. Vísindamennirnir vonast til þess að tilraunir þeirra veiti munum reynslu um þær aðstæður sem tæki þurfa að þola til að geta framleitt orku með þessum hætti.

Frétt Phys.org af tilrauninni

Fyrri frétt mbl.is: Gera tilraun með kjarnasamruna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...