Fyrirtækin falla hvert á fætur öðru

AFP

Franski bílaframleiðandinn Renault er eitt stórra fyrirtækja sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir tölvuhökkurum í gærkvöldi og varð að loka hluta framleiðslunnar vegna þessa.

Talskona Renault staðfestir þetta við AFP-fréttastofuna í dag en þess má geta að AFP-fréttastofan er einnig í vandræðum vegna tölvuárásana.

Hjá Renault er allt starfsfólk tölvu- og tæknideildar að störfum við að reyna að finna lausn á vandanum. Notuð er tækni sem er þekkt undir nafninu ransomware sem læsir skjölum notandans nema þeir greiði tölvuþrjótunum ákveðna fjárhæð í rafmyntinni Bitcoin.

Hug­búnaður­inn sem notaður var við tölvu­árás­ina er tal­inn hafa verið hannaður af NSA til þess að nýta sér um­rædd­an veik­leika. Hug­búnaðinum var stolið frá NSA af hópi tölvu­hakk­ara sem kall­ast TheShadowBrokers sem síðan reyndi að selja hann á upp­boði á net­inu. Þeir gerðu hug­búnaðinn síðan aðgengi­leg­an hverj­um sem vildi nota hann.

AFP

Hugbúnaðurinn krefur viðkomandi um að greiða 275 evrur í Bitcoin innan þriggja daga og ef ekki er greitt tvöfaldast fjárhæðin. Ef ekkert er greitt innan viku þá eyðast öll gögn tölvunnar. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu er breska heilbrigðisþjónustan, NHS, en tugir sjúkrahúsa urðu fyrir árásinni í gær.

Eins varð rússneska innanríkisráðuneytið fyrir árás, spænska fjarskiptafyrirtækið Telefonice og bandaríska flutningafyrirtækið FexEx. Sem og Deutsche Bahn og fjölmörg sveitarfélög í Svíþjóð.

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...