Ná betri árangri í íþróttum með hjálp vísindanna

Ljósmynd/Thinkstock

Hjá Háskólanum í Reykjavík var nýlega sett á laggirnar sérstakt rannsóknasetur helgað íþróttum og hreyfingu. Setrið gengur undir nafninu PAPESH sem er skammstöfun á „Physical Activity, Physical Education, Health and Sport“.

Jose M. Saavedra er stjórnandi setursins en þar hafa m.a. verið gerðar bæði áhugaverðar og gagnlegar rannsóknir á íslensku afreksíþróttafólki sem miða að því að bæta þjálfun þess og frammistöðu í keppnum.

„Markmiðið með stofnun PAPESH var að sameina á einum stað rannsakendur sem áður höfðu unnið hver í sínu horninu. Ellefu manns starfa hjá setrinu og vinna í sameiningu að grunnrannsóknum,“ útskýrir Jose en fræðimenn PAPESH og nemendur undir þeirra væng hafa þegar birt greinar um niðurstöður sínar í virtum ritrýndum fræðiritum.

Í rannsóknum PAPESH á afreksíþróttafólki erþess gætt að skoða andlegu ...
Í rannsóknum PAPESH á afreksíþróttafólki erþess gætt að skoða andlegu hliðina. „Ekki er hægtað aðskilja líkama og hug, og getur hugarfar haftmikil áhrif á frammistöðu í keppnum,“ segir Jose. mbl.is/Kristinn Magnússon

Finna veikleikana

Þær rannsóknir sem PAPESH gerir á afreksíþróttafólki felast í því að mæla vandlega og greina andlegt og líkamlegt ástand þeirra. „Við höfum m.a. gert samstarfssamning við KSÍ, HSÍ, KKÍ, ÍF, Landssamband hestamanna og Golfsamband Íslands, og gerum ítarlegar prófanir á landsliðsfólki þeirra,“ segir Jose en í rannsóknunum er líkamleg geta íþróttafólksins mæld á ótal vegu. „Gögnin sem þannig verða til nýtast vel við þjálfun og sýna hvar hver og einn íþróttamaður getur bætt sig. Það hjálpar líka að bera saman ástand íslenskra landsliða við lið annarra landa til að meta hvar íslenska liðið hefur forskot og hvar styrkleikarnir og veikleikarnir gætu legið.“

Nánar var fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út 25. nóvember.

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...