Finnst í öllum Apple-tækjum

AFP

Öryggisgallar í örgjörvum finnast í öllum snjalltækjum og tölvum frá Apple, það er iPhones, iPads og Mac-tölvum. Apple biður eigendur slíkra tækja að hlaða ekki niður hugbúnaði nema frá áreiðanlegum aðilum til þess að forðast sýkt smáforrit.

Upplýsts var um það fyrr í vikunni að tæknifyrirtæki ynnu að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar gætu nýtt sér gallana til þess að stela viðkvæmum upplýsingum. Um er að ræða Spectre sem er í örgjörvum frá örgjörvaframleiðendunum Intel og ARM. Meltdown nefnist hinn öryggisgallinn og er hann í örgjörvum frá Intel.

BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá Apple þá hafa ákveðnar endurbætur verið sendar út til notenda en ekkert bendi til þess að tölvuhakkarar hafi nýtt sér gallana. 

Samkvæmt BBC telja margir Mac-notendur að þeirra tæki og stýrikerfi séu í minni hættu þegar kemur að öryggismálum en Android snjallsímar eða tölvur sem eru með Microsoft stýrikerfi. En það eigi ekki við um Spectre og Meltdown. Því öryggisgallarnir finnast í öllum nútímatölvum eða réttara sagt örgjörvum sem framleiddir eru af Intel eða ARM. Saman eru fyrirtækin tvö með nánast allsráðandi markaðshlutdeild á tölvumarkaðinum.

mbl.is
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...