Veður kom við sögu í fjölda frétta um heim allan árið 2017. Fellibyljir og önnur náttúrufyrirbæri ollu miklu tjóni og jafnvel mannskaða og þurrkar og flóð voru sitt á hvað í kastljósi fjölmiðla. En fegurðin, sem aðeins náttúran getur skapað, vakti einnig athygli.
Hér að neðan er að finna myndir sem sýna eyðilegginguna en einnig hina ómældu náttúrufegurð sem skapast getur við ákveðin veðurskilyrði.