Vetrarfitan kann að helgast af sólarleysi

Skammdegið hefur áhrif.
Skammdegið hefur áhrif. mbl.is/​Hari

Lægðirnar sem ganga yfir landið og skammdegismyrkrið ýta trúlega undir að margir fleygja sér upp í sófa hvenær sem færi gefst, liggja þar afvelta og horfa á sjónvarpið þar til Óli Lokbrá kemur í heimsókn.

Mjög kósí raunar og ekkert til að hafa áhyggjur af eða agnúast út í ef ekki væri fyrir það að þessum notalegheitum fylgir gjarnan sælgæti, nasl og alls konar óhollusta, sem sumir eiga erfitt með að venja sig af eftir hátíðarnar. Og svo fitnum við óhjákvæmilega ef við grípum ekki í taumana áður en í óefni er komið.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á vef breska blaðsins The Independent liggur hin raunverulega ástæða þess að fötin okkar virðast óvenjulega þröng og óþægileg þessa dagana þó ekki bara í því að við höfum sleppt fram af okkur beislinu um stundarsakir.

Fitufrumurnar skreppa saman

Vísindamenn við Háskólann í Alberta í Kanada skella skuldinni einnig á sjálfan vetur konung og einn fylgikvilla hans. Nefnilega sólarleysið. Við á norðurhveli jarðar fáum einfaldlega ekki nægilega sól á veturna.

Vísindamennirnir komust að því að fitufrumurnar undir húðinni geta skroppið saman í bláu skini sólarinnar.

„Þegar bláar ljósbylgjur – ljósið sem við getum séð með eigin augum – smjúga inn í húðina og í fitufrumurnar þar undir, minnkar fituefnið lípíð og losnar úr frumunni. Með öðrum orðum þá geyma frumur okkar ekki eins mikla fitu við þessar aðstæður,“ útskýrði lyfjafræðingurinn og prófessorinn sem fór fyrir rannsókninni og heitir því skemmtilega nafni Peter Light.

Eins leiðinlegt og það er fyrir okkur hér á norðurslóðum þá fitna frumurnar í sólarleysinu á veturna og við, eða a.m.k. sum okkar, sömuleiðis án þess að fá rönd við reist.

„Ófullnægjandi sól átta mánuði ársins stuðlar að fitusöfnun sem mörg okkar glíma við á veturna,“ segir Light. Hann geldur varhug við því að fólk túlki niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að það eigi að stunda sólböð til að grennast.

Frekari rannsókna þörf

Light útskýrði að frekari rannsókna væri þörf til þess að ákvarða hversu mikið sólarljós þyrfti til að örva rýrnun fitufrumanna. Uppgötvunina sagði hann hálfgert glópalán því teymi hans hefði lagt upp með að rannsaka hvernig lífefnafræðilega væri hægt að láta fitufrumur framleiða insúlín fyrir sjúklinga með insúlínháða sykursýki 1.

„Það er ekki mikill munur á því að ganga út frá því að ljósið sem við sjáum og stjórnar dægursveiflum okkar, hafi líka áhrif á fitufrumurnar undir húðinni,“ segir hann.

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...