Facebook prófar nýjan „downvote“ hnapp

Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi ...
Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi notenda í Bandaríkjunum tekur þátt í prófunum. AFP

Facebook hefur hafið prófanir á nýjum hnapp, „downvote“, sem gerir notendum kleift að fela athugasemdir og gefa samskiptamiðlinum endurgjöf á ástæðum þess. „Downvote“ myndi útleggjast sem „kjósa niður“ á íslensku. Lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekur þátt í að prófunum, samkvæmt vefsíðunni TechCrunch.

Svona lítur hnappurinn út.
Svona lítur hnappurinn út. Skjáskot/@hudlersocial

Þetta er ekki svokallaður „dislike“ eða „mislíkar“ hnappur, sem margir Facebook-notendur hafa óskað eftir í gegnum tíðina, heldur er einfaldlega hægt að veita athugasemdum á samskiptamiðlinum neikvæða umsögn.

Facebook segir þetta gert til þess að bæta samskipti á miðlinum, en notendur geta gefið þeim athugasemdum sem þeir „kjósa niður“ þrenns konar umsagnir – særandi, misvísandi eða þá að athugasemdin tengist ekki efni samtalsins.

Margar neikvæðar umsagnir koma hins vegar ekki í veg fyrir að aðrir notendur sjái athugasemdina og hafa aukinheldur ekki áhrif á það hversu ofarlega í þræðinum hún birtist.

Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi ...
Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi eða ótengt umræðunni. Skjáskot/@hudlersocial

Vilja ekki þurfa að meta hvað er viðeigandi á miðlinum

Í frétt BBC um málið er rætt við tæknisérfræðinginn Martin Garner, sem segir hinn nýja hnapp virðast vera hluta af mótþróa samskiptamiðilsins við að fá á sig þann stimpil að vera útgefandi efnis, fremur en einungis vettvangur fyrir efnismiðlun einstaklinga.

„Það hefur orðið ljóst að Mark Zuckerberg vill ekki að Facebook beri ábyrgð á því að meta hvað er særandi og misvísandi og hvað er ekki, þar sem það myndi setja hann í þá stöðu að vera útgefandi, fremur en vettvangur,“ sagði Garner við BBC.

Frétt BBC um málið.

Frétt TechCrunch um málið.

mbl.is
Trékurlari óskast
Óska eftir að fá trékurlara til leigu eða kaups. Þarf að vera voldugur helst s...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...