Facebook prófar nýjan „downvote“ hnapp

Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi ...
Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi notenda í Bandaríkjunum tekur þátt í prófunum. AFP

Facebook hefur hafið prófanir á nýjum hnapp, „downvote“, sem gerir notendum kleift að fela athugasemdir og gefa samskiptamiðlinum endurgjöf á ástæðum þess. „Downvote“ myndi útleggjast sem „kjósa niður“ á íslensku. Lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekur þátt í að prófunum, samkvæmt vefsíðunni TechCrunch.

Svona lítur hnappurinn út.
Svona lítur hnappurinn út. Skjáskot/@hudlersocial

Þetta er ekki svokallaður „dislike“ eða „mislíkar“ hnappur, sem margir Facebook-notendur hafa óskað eftir í gegnum tíðina, heldur er einfaldlega hægt að veita athugasemdum á samskiptamiðlinum neikvæða umsögn.

Facebook segir þetta gert til þess að bæta samskipti á miðlinum, en notendur geta gefið þeim athugasemdum sem þeir „kjósa niður“ þrenns konar umsagnir – særandi, misvísandi eða þá að athugasemdin tengist ekki efni samtalsins.

Margar neikvæðar umsagnir koma hins vegar ekki í veg fyrir að aðrir notendur sjái athugasemdina og hafa aukinheldur ekki áhrif á það hversu ofarlega í þræðinum hún birtist.

Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi ...
Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi eða ótengt umræðunni. Skjáskot/@hudlersocial

Vilja ekki þurfa að meta hvað er viðeigandi á miðlinum

Í frétt BBC um málið er rætt við tæknisérfræðinginn Martin Garner, sem segir hinn nýja hnapp virðast vera hluta af mótþróa samskiptamiðilsins við að fá á sig þann stimpil að vera útgefandi efnis, fremur en einungis vettvangur fyrir efnismiðlun einstaklinga.

„Það hefur orðið ljóst að Mark Zuckerberg vill ekki að Facebook beri ábyrgð á því að meta hvað er særandi og misvísandi og hvað er ekki, þar sem það myndi setja hann í þá stöðu að vera útgefandi, fremur en vettvangur,“ sagði Garner við BBC.

Frétt BBC um málið.

Frétt TechCrunch um málið.

mbl.is
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...