Facebook prófar nýjan „downvote“ hnapp

Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi ...
Facebook prófar sig nú áfram með nýjan hnapp. Lítill fjöldi notenda í Bandaríkjunum tekur þátt í prófunum. AFP

Facebook hefur hafið prófanir á nýjum hnapp, „downvote“, sem gerir notendum kleift að fela athugasemdir og gefa samskiptamiðlinum endurgjöf á ástæðum þess. „Downvote“ myndi útleggjast sem „kjósa niður“ á íslensku. Lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekur þátt í að prófunum, samkvæmt vefsíðunni TechCrunch.

Svona lítur hnappurinn út.
Svona lítur hnappurinn út. Skjáskot/@hudlersocial

Þetta er ekki svokallaður „dislike“ eða „mislíkar“ hnappur, sem margir Facebook-notendur hafa óskað eftir í gegnum tíðina, heldur er einfaldlega hægt að veita athugasemdum á samskiptamiðlinum neikvæða umsögn.

Facebook segir þetta gert til þess að bæta samskipti á miðlinum, en notendur geta gefið þeim athugasemdum sem þeir „kjósa niður“ þrenns konar umsagnir – særandi, misvísandi eða þá að athugasemdin tengist ekki efni samtalsins.

Margar neikvæðar umsagnir koma hins vegar ekki í veg fyrir að aðrir notendur sjái athugasemdina og hafa aukinheldur ekki áhrif á það hversu ofarlega í þræðinum hún birtist.

Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi ...
Þessir valkostir birtast þegar ýtt er á hnappinn. Særandi, misvísandi eða ótengt umræðunni. Skjáskot/@hudlersocial

Vilja ekki þurfa að meta hvað er viðeigandi á miðlinum

Í frétt BBC um málið er rætt við tæknisérfræðinginn Martin Garner, sem segir hinn nýja hnapp virðast vera hluta af mótþróa samskiptamiðilsins við að fá á sig þann stimpil að vera útgefandi efnis, fremur en einungis vettvangur fyrir efnismiðlun einstaklinga.

„Það hefur orðið ljóst að Mark Zuckerberg vill ekki að Facebook beri ábyrgð á því að meta hvað er særandi og misvísandi og hvað er ekki, þar sem það myndi setja hann í þá stöðu að vera útgefandi, fremur en vettvangur,“ sagði Garner við BBC.

Frétt BBC um málið.

Frétt TechCrunch um málið.

mbl.is
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...