FH keppir í League of Legends

Liðsmenn FH eSports.
Liðsmenn FH eSports. Ljósmynd/FH

Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur samið við liðsmenn rafíþróttaliðsins Frozt um að liðið æfi og keppi í tölvuleiknum League of Legends (LoL) undir merkjum Fimleikafélagsins, eða FH eSports eins og rafíþróttalið félagsins nefnist.

Frozt vann nýverið Lenovo-keppnina í LoL og vann sé þar með þátttökurétt í úrslitum deildarinnar sem fram fara í Háskólabíói á miðvikudag. Þá mun liðið taka þátt á Norðurlandamótinu í tölvuleiknum sem hefst um miðjan júlí.

Hið nýja lið FH skipa Gísli Freyr Sæmundsson (Zarzator), Kári Gunnarsson (Tediz), Páll Jakobsson (Legions), Garðar Snær Björnsson (Sósa), Róbert Daníel Cutress (Hyperactive) og Daníel Sigurvinsson (NaCl).

„Það myndast allt önnur og betri stemning að mæta á skipulagðar æfingar í LoL í umhverfi leiðandi íþróttafélags sem lítur á okkur sem íþróttamenn. FH eSports vill byggja upp öflugt rafíþróttastarf í félaginu og við erum þakklátir fyrir að fá að taka þátt í því spennandi verkefni,“ er haft eftir liðsmönnum í tilkynningu frá Fimleikafélaginu.

Skjáskot úr leiknum sem leikinn er, League of Legends.
Skjáskot úr leiknum sem leikinn er, League of Legends. Skáskot/LoL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert