Róbotar slá grasið í Brautarholti

Vallarstarfsmenn á golfvöllum eiga fullt í fangi með að slá grasið á golfvöllum yfir sumarið. Róbotar eru nú farnir að létta þeim lífið í Brautarholti á Kjalarnesi þar sem tveir slíkir sjá um að slá 10 þúsund fermetra flöt sem mun vera um 10% af karga vallarins.

Í myndskeiðinu er kíkt á tæknina og rætt við Ellert Þórarinsson, vallarstjóra, sem er ánægður með viðbótina við vinnuafl vallarins en ekki síður með vinnubrögð róbotana tveggja.

Hann á síður von á því að viðbótin muni fækka starfsmönnum í bráð en það sé þó alveg ljóst að slátturóbotar séu komnir til að vera. Stefnt sé á fjölgun í Brautarholti og þá sé einnig byrjað að nota sambærileg tæki á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar og í Hafnarfirði hjá Keili.  

Erlendis eru róbotar einnig farnir að slá flatir og brautir en líklega er eitthvað í að það gerist hér á landi að sögn Ellerts þar sem slík tæki séu enn sem komið er afar dýr. Slá þarf flatir á golfvöllum daglega og því er ljóst að þegar það gerist mun starf vallarstarfsmanna einfaldast verulega. 

mbl.is
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...