Íslendingar í fremstu röð við notkun netsins

AFP

Íslendingar halda efsta sæti þegar kemur að netnotkun fólks í hinum ýmsu Evrópulöndum. Hér á landi höfðu 99% aðspurðra notað netið undanfarna þrjá mánuði þegar þeir voru spurðir í fyrra. Það var sama niðurstaða fyrir Ísland og í hitteðfyrra.

Könnunin var gerð á meðal fólks á aldrinum 16-74 ára í löndum Evrópusambandsins (ESB) auk Íslands, Noregs og Sviss. Í 28 aðildarlöndum ESB notuðu að meðaltali 87% íbúanna netið árið 2019. Næstir komu Svíar og Norðmenn (98%) og svo Danir og Svisslendingar (97% hvor þjóð), Bretar, Lúxemborgarar og Hollendingar (96% hjá hverri þjóð) og Finnar (95%). Lestina ráku Búlgarar, þar sem netnotkun var 68%.

Grafík/mbl.is

Þetta kemur fram í árlegri samantekt evrópsku tölfræðistofnunarinnar Eurostat. Netnotkun hefur vaxið hratt, eins og sjá má af því að árið 2007 var meðalnotkun íbúa ESB 57% og árið 2013 var hún 75%. Samkvæmt niðurstöðunum notuðu flestir íbúar í ESB netið til að senda og sækja tölvupóst (75%), til að finna upplýsingar um vörur og ýmsa þjónustu (68%), til að senda skilaboð (67%) og til að lesa fréttir (63%).

Meirihluti notenda notaði heimabanka (58%), fór á samfélagsmiðla (57%), leitaði sér upplýsinga um heilbrigðismál (55%), hlustaði á tónlist (53%) og stundaði netsímtöl (52%). Eins og sést á myndinni gerðu Íslendingar meira af öllu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »