Vélhundur passar upp á fjarlægðina

Vélhundurinn á ferðinni í almenningsgarðinum.
Vélhundurinn á ferðinni í almenningsgarðinum. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Vélhundur sem gengur um almenningsgarð í Singapúr og passar upp á að fólk haldi fjarlægð hvert frá öðru vegna kórónuveirunnar hefur vakið mikla athygli.

Vélhundurinn, sem var framleiddur af fyrirtækinu Boston Dynamics í Bandaríkjunum, er útbúinn myndavél til að geta fylgst með hversu margir eru í garðinum Bishan-Ang Moh Kio hverju sinni.

Einnig er hann með hátalarakerfi sem er notað til að koma á framfæri skilaboðum um að halda að minnsta kosti eins metra fjarlægð, að sögn BBC.

Ef reynslan af vélhundinum verður góð verður róbótinn notaður í fleiri almenningsgörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert