D-vítamín virðist veita ákveðna vernd

Ljósmynd / Getty Images

„Rannsóknir benda til þess að þeir sem eru lágir í D-vítamíni við komu á sjúkrahús vegna Covid-19 fari venjulega verr út úr sjúkdómnum. Það eru meiri líkur á að þeir deyi og þeir eru venjulega með alvarlegri sjúkdóm,“ sagði dr. Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir.

Hann telur verulegar líkur á því að D-vítamín veiti ákveðna vernd gegn Covid-19. Hannes tekur þátt í málþingi um D-vítamín og áhrif þess á Læknadögum í næstu viku.

Hann segir að þetta þýði ekki að það að gefa D-vítamín hafi einhver áhrif, en samkvæmt The Lancet sé mögulega mikið að vinna en nánast engu að tapa við að taka D-vítamínið í ljósi Covid-19.

The Lancet nefnir rannsókn sem gerð var á meira en 20.000 fullorðnum í Ástralíu sem valdir voru með slembiúrtaki. Hún benti til þess að mánaðarlegir skammtar af D-vítamíni hefðu hvorki dregið úr hættu á né alvarleika bráðra sýkinga í öndunarvegi. Hins vegar virtist inntaka vítamínsins stytta þann tíma sem fólk var með einkenni sýkingar. Höfundar greinar sem byggð var á þessari rannsókn og fleiri gögnum töldu óhætt að taka D-vítamín og að greina mætti vörn þess gegn bráðum öndunarfærasýkingum.

Hannes segir í Morgunblaðinu að indversk rannsókn sem gerð var á 30-60 ára fólki hafi sýnt að nær allir sem létust úr þeim hópi vegna Covid-19 hafi verið lágir í D-vítamíni. Nær enginn af þeim sem voru með nóg D-vítamín dó.

Belgísk rannsókn, sem tók tillit til aldurs og undirliggjandi sjúkdóma sem valda því að menn fara oft illa út úr Covid-19, sýndi 3,7 sinnum hærri dánartíðni hjá þeim sem voru lágir í D-vítamíni en hinum sem voru með nægilegt magn þess.

The Lancet fjallar í nýlegum leiðara um D-vítamín og faraldurinn. Það spyr hvers vegna ágreiningur sé um áhrif D-vítamíns, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »