Geimganga í beinni

Alþjóðlega geimstöðin hefur verið starfrækt í rúm 22 ár og …
Alþjóðlega geimstöðin hefur verið starfrækt í rúm 22 ár og er samstarfverkefni Japana, Bandaríkjamanna, Rússa, Evrópusambandsins og Kanadamanna. HO

Á meðan Íslendingar bíða eftir fréttum af eldgosi eru tveir geimfara við störf í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir Soichi Noguchi, frá japönsku geimvísindastofnuninni JAXA, og Kate Rubins, frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, eru nú í svokallaðri geimgöngu þar sem þau sinna viðhaldi á stöðinni og þessu er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Útsendingin hófst í hádeginu en áætlað er að viðgerðin standi yfir í sex klukkustundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert