Google skartar Ólympíuleika-tölvuleik

Skrítla Google þessa daganna er í formi tölvuleiks.
Skrítla Google þessa daganna er í formi tölvuleiks. Skjáskot

Þar sem vanalega birtast daglegar skrítlur (e. doodle) á upphafssíðu Google er þessa dagana að finna tölvuleik í þema Ólympíuleikanna í Tókýó sem nú standa yfir. 

Leikurinn, Doodle Champion Island Games, hefur vakið kátínu víða um veröld. Þar sem fjallað er um leikinn á vef Google segir að á næstu vikum verði hægt að fylgja kettinum og íþróttamanninum Lucky og spila við ýmsa andstæðinga íþróttir sem keppt er í á Ólympíuleikunum.

Leikinn er einfalt að spila og hægt að skrá sig í alþjóðlega stigakeppni. Leikurinn er hannaður og unninn af STUDIO4°C.

mbl.is