Þjónusta Facebook og Instagram liggur niðri

Instagram og Facebook liggja niðri sem stendur.
Instagram og Facebook liggja niðri sem stendur. AFP

Þjónusta Facebook og Instagram liggur niðri sem stendur, en samkvæmt vefsíðunni Downdetector virðist vandamálið víðtækt og ná víða um heim. Samkvæmt upplýsingasíðu Facebook virðist vandamálið aðallega vera í Norður-Ameríku og Evrópu, en einnig í Asíu.

Auk truflana hjá Facebook og Instagram nær vandamálið einnig til Whatsapp og Messenger, en allar þessar þjónustur eru í eigu Facebook. 

mbl.is