Bannað að vísa til annarra samfélagsmiðla

Notendum Twitter er nú bannað að vísa til annarra samfélagsmiðla …
Notendum Twitter er nú bannað að vísa til annarra samfélagsmiðla í færslum sínum. AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter tilkynnti í dag að notendum samfélagsmiðilsins yrði nú bannað að vísa til annarra samfélagsmiðla í færslum sínum.

Í tilkynningu á vefsíðu samfélagsmiðilsins segir að slíkar færslur verða fjarlægðar. Á meðal þeirra samfélagsmiðla sem bannið tekur til eru t.a.m. Facebook, Instagram og Mastodon.

Ef ske kynni að ekki yrði farið eftir reglum Twitter þá verða viðurlögum beitt. Tíst verða eydd og aðgangar læstir tímabundið, og ef notendur gerast sekir um frekari agabrot í framangreindum skilningi þá verða aðgangar læstir ótímabundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert