Gor­don Moore er látinn

Gor­don Moore lést 94 ára að aldri.
Gor­don Moore lést 94 ára að aldri. AFP/Walden Kirsch

Gor­don Moore, tæknifrumkvöðull og ann­ar stofn­enda In­tel, lést í gær 94 ára að aldri. 

Moore var menntaður verkfræðingur og stofnaði, ásamt Robert Noyce, tæknifyrirtækið Intel árið 1968. Fyrirtækið framleiðir meðal annars örgjörva í nær allar tegundir tölva.

Moore lét af störfum hjá Intel árið 2006. 

Í yfirlýsingu frá Intel sagði að Moore hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni á heimili sínu á Havaí. 

Tim Cook, forstjóri Apple, minntist Moore á Twitter og sagði hann hafa verið einn af stofnendum Kísildals (e. Silicon Valley).

mbl.is